Himmi

wHimmi
Hér bloggar Hilmar bjór a.k.a bróðir Ásu, Ingjaldsfíflið?, Himmler,Him, Hilli, Helmut, Eric, Marri Bier, Helmut,Himenem



Um Mig
Herdís
Stulli
Siggi frændi
Prins Kristian
Erla Djammdrottning
Rebba
Geiri
Hilma frænka
Steinunn
Jói Herm
Rósa Skipper
Herdís&co
Myndasíða Fjallsins
Séra Hildur
online





wArchives:


-- HOME --













This page is powered by Blogger. Why isn't yours?
wfimmtudagur, október 07, 2004


Búinn að vera rosalega upptekinn undanfarið. Alltaf að vinna í hópavinnu, berjast við dverga og drepa tímann með því að dunda mér í ljósmyndabúðinni. Annars er það bara Húsavík næsta vika. later Himmi

Himmi


Segir Hilmar 01:45


wsunnudagur, október 03, 2004


Rosalega er leiðinlegt í heimaprófum. maður hefur allan tímann í heiminum og það er allt of mikið fyrir mig. vill frekar sitja inn í kennslustofu og klára prófið.
Ég segi þetta núna er verð drullufeginn að sleppa við próf í desember þegar þetta er búið
jæja back to work


Segir Hilmar 15:41


wföstudagur, október 01, 2004


Ég mun sakna Herdísar ástinar mína ógeðslega mikið næstu 2 mánuði :(


Segir Hilmar 16:22


wmánudagur, september 27, 2004


Hum sagðist ætla að skrifa meira á morgun síðast. í dag er ekki á morgun heldur á morgun svo kannski skrifar maður eitthvað þá.
Allavega þá var helgin bara tekinn rólega hangið með stelpunum (Herdísi, Birtu og Úu) á föstudaginn svo líka smá á lau og líka sunnudaginn ef mig minnir. semsagt bara róleg helgi hjá okkur kærustuparinu.
Nóg að gera í skólanum en merkilegt hvað ég finn mér alltaf eitthvað annað að gera. hef reyndar eiginlega ekkert farið að taka myndir með nýju linsunni minni, langar líka kannski að fara í einhverja fjallgöngu ef einhver nennir. kannski um helgina, það væri tilvalið er nefnilega í heimaprófi um helgina og kemst þess vegna ekki í þórsmörk andsk...
Fyrir alla velunnara þýskrar dægurtónlistar mæli ég með nýja Rammstein disknum Reise Reise og svo náttúrulega allt með Jan Delay.
Sæl að Sinni


Segir Hilmar 20:41


wsunnudagur, september 19, 2004


Þetta er búinn að vera skemmtileg helgi. fórum í par´ty á föstudaginn í hafnafjörð og svo bara heim. á Laugardaginn fórum við Herdís út að borða á hótel Borg það var mjög spes að fara svona fínt út að borða, við látum okkur vanalega nægja að elda matinn okkur sjálf.
Svo var komið að því Kveðjuparty hjá Gunna á Vegamótum. Verð að segja að ég hafi skemmt mér mjög vel þarna var komið saman allt þotulið landsins og ljósmyndarar frá séð og heyrt og fleiri fjölmiðlum. Alveg stórskemmtilegt að fylgjast með þessu liði. jæja farinn að horfa á James Bond skrifa meira á morgun


Segir Hilmar 21:55


wmiðvikudagur, september 15, 2004


Vildi að ég gæti sagt að það hafi verið gaman í partýinu á föstudaginn heima hjá mér. en ég man bara ekki ekki eftir því. svona eru þessar vísindaferðir maður verður oft svo ruglaður í þeim. lofaði sjálfum mér að detta ekki meira í það þennan mánuðinn eða jafnvel lengur, reyna frekar að njóta lífsins og jafnvel læra eitthvað. En Adam var ekki lengi í paradís, strax búið að bjóða mér og Herdísi í kveðjuparty hjá Gunna á Vegamótum. kallin er að fara til suðurafríku að reka bar?? hefði frekar valið Grænland þar er maður allavega með pottþéttar tekjur einu sinni í mánuði þegar bæturnar eru borgaðar út.
Annars er ekkert að frétta nema kiddi er búinn að kaupa sér Bronco og kemur líklegast suður um helgina til að sækja kvikindið. Er nú þegar búinn að bjóða 10.000kr í Fífí en hann segir hann ekki til sölu. Ég skil það alveg enda þarf maður sem býr í penthouse íbúð á Akureyrir og á 2 dyra ítalskan sportbíl, ekki að hafa áhyggjur af peningum



Kiddi og Fífí á góðri stund


Segir Hilmar 15:46


wföstudagur, september 10, 2004


þá er kominn föstudagur og lítið að frétta nema að ég keypti mér linsu um daginn svo það er bara verið að taka myndir alla daga núna. fyrsta vísindaferðinn er á eftir ætla að kíkka og sjá hvernig það gengur, svo er smá teiti hjá okkur Herdísi í kvöld, næstum allir velkomnir. Úff hvað ég nenni ekki neinu í dag bless


Segir Hilmar 13:13


wmánudagur, september 06, 2004


Titilinn Dúlla helgarinnar fær svo Hvolpurinn í sveitinni, man ekki hvort hann hét Lappi eða Kátur so sorry Dawg

Himmi


Segir Hilmar 14:50


w


Sum lömbin höppuðu hæð sína af kæti þegar þau fengu að fara heim, en ég er ekki svo viss um að þau viti hvað bíði þeirra

Himmi


Segir Hilmar 14:48


w


Ég er ekki frá því að ég hafi farið norður yfir helgina og skroppið í göngur og réttir. Alltaf gaman að rifja svona reglulega upp hvaðan lambakjötið kemur og hvernig það lítur út

Himmi


Segir Hilmar 14:47


wfimmtudagur, september 02, 2004


Afhverju verður maður þreyttur á að gera ekki neitt. fór í skólann klukkan 11 í dag og kom heim um 14 eða 15 fór að lesa smá, var bara gjörsamlega búinn á því sofnaði eftir svona hálftímalestur. held að ég sé bara þessi týpa sem verð að vera vinna eða stússast eitthvað svo að ég haldi mér vakandi. Í fyrra var ég skemmtanastjóri hjá nemandafélaginu og nú er ég bara óbreyttur félagsmaður þó með allmikil völd. Nýnemakvöldið er á föstudaginn, ég veit að það er erfitt að fá eldri nemendur til að mæta en ég er að spá í að bregða mér norður á morgun. Sveitinn kallar, Göngur á lau og réttir á Sunnudag. þó að maður sé óðalseigandi sleppur maður ekki við þetta, allir hjálpast nefnilega að í sveitinni.
Ég ætla líka aðeins að athuga púlsinn hjá sveitungum fyrir komandi viku námsferð til Húsavíkur mikið rosalega verður það skemmtileg ferð.
jæja þá verður þetta ekki lengra að þessu sinni, það koma pottþétt myndir á mán eða þri.


Segir Hilmar 19:44


wþriðjudagur, ágúst 31, 2004


Helvítis endalaust púsl er alltaf með stundatöflur í þessum háskóla. hélt að ég færi ekkert í skólan í dag eftir gærdaginn. það er alltaf verið að breyta stundatöflunni eins og maður hafi ekkert að gera annað en að vera í tímum og þá tala ég um alla tíma á mánudögum. og afhverju lendi ég allaf í síðustu dæmatímum eða umræðutímum sem skarast á við allt annað eða eru á asnalegum tímum eins og frá 17-19 . ég hef ákveðið að láta þetta ekki fara í taugarnar á mér lengur og bara mæta þegar mér sýnist. Ætli Kiddi sé að vinna í því að raða saman stundatöflum???


Segir Hilmar 16:19


wsunnudagur, ágúst 22, 2004


Skrapp niðrí bæ í gær það var einhver menningarnótt í gangi. sá ýmislegt fróðlegt og velti því fyrir mér hvar allt þetta pakk væri þegar ég er að skemmta mér, hef sjaldan déð eins mikið af ljótu fólki samankomið. smellti einni mynd af þessum sem var í einhverjum sjálfsafgreiðslu-hugleiðingum. Ég er kannski vitlaus en eftir að hafa séð Zoolander nokkrum sinnum þá veit ég að maður á ekki að reykja við bensíndælur

Himmi


Segir Hilmar 12:01


w


Tók mér smá frí frá lestri í gær og fór í Siglingu á bátnum sem pabbi Herdísar og bræður hans eiga, rosa gott veður og góð sigling, nú er bara að taka pungaprófið eða hvað sem það heitir og fara að sigla.

Himmi


Segir Hilmar 11:56


wfimmtudagur, ágúst 19, 2004


Það mætti stundum halda að 15000þúsund börn séu samankominn á hverjum morgni í garðininum úti sem er fyrir ykkur sem ekki vita leiksskóli. Ég tók mér frí í dag í vinnunni til að geta lesið. En neinei það er varla hægt að ná einbeitingu í þessum hávaða og ofan á það vaknar maður klukkan 9 þegar börnin eru send út. Til að lýsa stemmingunni betur í morgun þá var eins og úti væru starfræktar pyntingabúðir fyrir börn og öskrin voru extra mikil. þegar maður lítur svo útum gluggan eru kannski 10 börn sjáanleg en aldrei nein fóstra. þær hanga greinilega alltaf bara rétt við útidyrnar og stundum heyrir maður öskur eins og ,,Gunnar ekki lemja Gunnu með skóflunni" eða ,,það má ekki borða sand krakkar". Í þessum rituðu orðum er ég virkilega að spá í að fara fram á endurgreiðslu til félagsstofnun stúdenta fyrir að reka leikskóla fyrir neðan mig og þar með rænt af mér dýrmætum svefni og stundum sem ég hefði eflaust getað lært betur.
Ég segi leikskólan burt og börnin heim, það er komið nóg þetta var fyndið fyrst en ekki núna.
Þetta var Hilmar Kristjánsson sem skrifar frá átakasvæðum helvítis

Hér er svona smá mynd til að sýna barn í réttri stærð miðað við hávaðan sem það getur framkvæmt



Segir Hilmar 10:02


wsunnudagur, ágúst 15, 2004


Fórum í útilegu á Föstudaginn með Ásu og Sigga. Gistum bara eina nótt en útilegan heppnaðist vel í alla staði þrátt fyrir of mikla sól og of gott veður. Við tjölduðum á tjaldsvæði Símans við Skriðufell í þjórsárdal og vil ég hér með koma þakklæti til símans fyrir gott tjaldsvæði. Á laugardaginum var flatmagað í sólbaði fram að hádegi svo kíkt í smá fjallgöngu og svo í sund í Þjórsárdalslaug sem ég mæli eindregið með, Uppáhaldslögin mín í dag þeas ef það er gott veður. Við komum svo heim í gær eitthvað um Fimmleytið og fórum niðrí bæ fengum okkur að borða og svo að heimsækja B&Ú þar var hún Bergþóra dóttir Sigga bróður Herdísar og við pössuðum hana smá og reyndum að svæfa hana.
Nú í dag hefst lærdómurinn er að fara í sumarpróf 23.ágúst sem er alveg stuð stuð stuð. gengur bara erfiðlega að byrja að lesa, thank god fyrir ský og 13stiga hita í dag.


Segir Hilmar 14:50


wmánudagur, ágúst 09, 2004


Jæja þá er aldeilis farið að styttast í skólann þeas fyrir slugsa eins og mig sem þurfa að taka sumarpróf. allavega fer í próf 23 ágúst og ég held að skólinn byrji mánudaginn 30.Ágúst rosalega gaman. Ekkert að frétta, gerðum ekkert um helgina nema að skreppa útúr bænum fös til sunnudags nánar tiltekið í kópavogin að passa Birtu&Úu það var rosa gaman og mikið fjör. Tók ekki neinar myndir til að sýna ykkur því þær vildu það ekki eða semsagt eru bráðum að fara í klippingu og þá má ég taka myndir. Svo er Harði diskurinn minn alltaf að fyllast af myndum svo ég er að fara kaupa DVD-skrifara sem ég fæ í hendurnar bráðum. þá geta áhugasamir keypt af mér DVD diska með ljósmyndunum mínum sem er alveg frábært úje.
Annars er ég búinn að fá nóg af vinnunni minni og get ekki beðið eftir að taka mér smá frí bara til að lesa undir próf því það er svo skemmtilegt.
Sæl að sinni


Segir Hilmar 21:02


wþriðjudagur, ágúst 03, 2004


og ég er ekki frá því að þyngdaraflið hafi hætt að virka hjá sumum. Jæja það var allavega gaman og gott veður. sæl að sinni

Himmi


Segir Hilmar 00:23


w


Eldur og brekkusöngur

Himmi


Segir Hilmar 00:23


w


Alveg frábær skemmtum fyrir alla þjóðfélagshópa

Himmi


Segir Hilmar 00:21


w


Auðvitað voru slagsmál

Himmi


Segir Hilmar 00:20


w


Auðvitað var spilað NEXUZ

Himmi


Segir Hilmar 00:19


w


Jæja þá er maður kominn heim eftir útilegu aldarinnar, tók fullt af myndum og hér koma nokkrar vel valdar. set kannski allt heila klabbið inn seinna

Himmi


Segir Hilmar 00:19


wfimmtudagur, júlí 29, 2004


Jæja þá er Verslunarhelgin að nálgast eins og óður geitungur og best að fara segja frá ferðatilhögun sinni. Mig grunar að nafnlausir aðdáendur mínir hafa eflaust verið að deyja úr spenningi og hef ég því ákveðið að ljóstra því upp hér með hvert ferðinni er heitið.
Á morgun verður aðeins unnið til hádegis í þjónustunni svo förum við Danni að taka til í matinn og svoleiðis, þegar herdís er búinn að vinna leggjum við svo í hann norður alla leið í Vaglaskóg þar sem Nexusleikarnir verða haldnir árið 2004 (Fyrir þá sem ekki vita er Nexus mikill kappleikur sem gengur útá að drepa sem mestan tíma án þess að láta sér leiðast.) Þarna verður fjöldin allur af fólki saman kominn eins og til dæmis Ég, Herdís, Danni, Snorri, Erla, Arna ,Kiddi, Hólmar, Jón Garðar ,Benni ,Gunni og Kærastan hans og ég man ekki fleiri. svo á sunnudagskvöldið verðum við á Akureyri. Jæja má ekki vera að þessu farinn að pakka góða helgi og vonandi skemmtið ykkur vel.....


Segir Hilmar 22:42


wmánudagur, júlí 26, 2004


Siggi frændi sendi mér eina mynd af mér þar sem þessi síða er orðin einhverskonar myndasíða með myndum af mér í leik og starfi. Ekki amaleg Linsa þetta, og vá hvað ég var með sítt hár.

Himmi


Segir Hilmar 23:04


wsunnudagur, júlí 25, 2004


Að öllu gamni sleppt þá fór ég í Göngu um helgina yfir gönguskarð með Frigga bróðir og Kidda

Himmi


Segir Hilmar 22:37


w


Lék í Auglýsingu um helgina, hér er smá pósa í komandi herferð

Himmi


Segir Hilmar 22:37


wföstudagur, júlí 23, 2004


Komin Helgi og ég er farinn Norður í sveitina, nánari fréttir seinna


Segir Hilmar 18:09


wmánudagur, júlí 19, 2004


Ég hreinlega gat ekki verið ánægðari með daginn og tók eitt gleðihopp í tilefni dagsins

Himmi


Segir Hilmar 00:00


w


Kannski óþarfi að minnast á það að það var steikjandi hiti og sól

Himmi


Segir Hilmar 00:00


wsunnudagur, júlí 18, 2004


Ég og Herdís skelltum okkur í smá göngu í dag, keyrðum inn í hvalfjörð og skoðuðum Glym hæsta foss Íslands,

Himmi


Segir Hilmar 23:59


wföstudagur, júlí 16, 2004


það er heitt úti og mig langar í einn ískaldan ahhh, búinn að ná í einn í ísskápin. já þegar vel viðrar vinnum við ekki lengi strákarnir og stelpurnar hjá RTH. Annars nóg að gera um helgina, líta eftir Aski og Fidel og svo mála húsið hjá tengdaforeldrunum og afmæli á laugardaginn. Núna er ég bara að bíða eftir að Herdís komi heim svo við getum farið að bralla eitthvað skemmtilegt góða helgi.
So sorry, Engin mynd í dag kannski eftir helgi


Segir Hilmar 16:11


wmánudagur, júlí 12, 2004


Við Skötuhjú skelltum okkur til Akureyrar um helgina eða nánar tiltekið frá fimtudegi til sunnudags svona til að heimsækja ættingja og athuga aðstæður fyrir næstu verslunarmannahelgi sem með öllum líkindum verður haldin hátíðleg fyrir norðan. smelltum þessari mynd af í 26 stiga hita við Goðafoss það var frekar heitt þann daginn.

Himmi


Segir Hilmar 23:44


w


Rosa gaman á Akureyri í hitanum. Vegna þess að ég nenni ekki að skrifa eða blogga reglulega hef ég ákveðið að bjóða í staðinn upp á myndir sem kannski koma til mað að gleðja lítil hjörtu þarna úti. vona að það sé nóg fyrir ykkur

Himmi


Segir Hilmar 23:43


wfimmtudagur, júlí 01, 2004


Já ég á afmæli í dag, blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Annars fékk fullt af pökkum og tertu ekkert smá gaman

Himmi


Segir Hilmar 23:04


wmiðvikudagur, júní 30, 2004


Hún Úa er 2 ára í dag, til Hamingju með það

Himmi


Segir Hilmar 17:33


wlaugardagur, júní 26, 2004


Afmælis barn dagsins er Birta 3ja ára

Himmi
Til Hamingju með það Birta mín


Segir Hilmar 16:08


w


Ég er bara ekki frá því að mér hundleiðst. loksins kominn í helgarfrí og þá er betri helmingurinn bara að vinna alla helgina plús það að veðrið ekki gott. Held að ég sé búinn að hanga á netinu í allan dag bara dettur ekkert í huga hvað skal gera. náði reyndar í smá tónlist fyrir fyrirhugaðaútilegu næstu helgi. Lagið sem stendur uppúr þeim pakka er á efa Hjálpum þeim, Æðislegt lag þar sem allir merkustu listamenn landsins komu saman og sungu saman árið 1985 ef ég man rétt.
Ég gleymdi að kjósa í vikunni svo ekki spyrja mig um hvað ég hafi kosið því ég gerði það ekki, Annars var Ástþór orðin frekar líklegur kanditat hjá mér. jæja best að fara gera eitthvað annað en að kjósa

Himmi
Himmi spilar á grænlenska Diggirido´ið


Segir Hilmar 15:03


wþriðjudagur, júní 22, 2004


For ad taka myndir i gaer um midnætti. nokkud fallegt bara verd eg ad segja

Himmi


Segir Hilmar 22:30


wmánudagur, júní 14, 2004


Skelltum okkur ? roadtrip ? g?r me? ?su og sigga. ?ingvellir, Laugarvatn ? Gufu og ?t a? bor?a ? fj?rubor?inu. er l?ka a? prufa eitthva? n?tt forrit sem setur myndir inn fyrir mann inn ? bloggi? svaka flott. j?ja sj?umst

Himmi


Segir Hilmar 15:39


wsunnudagur, júní 06, 2004


búinn að fá útur öllum prófunum og náði öllu. Í tilefni þess var skellt sér til útlanda.
komum heim í gær eftir að hafa verið þar í tvo daga.
Við Flugum til Kulusuk á fös og tókum þaðan þyrlu til Ammasalik sem er þorp með ca 2000íbúa. Vegna þess að flytja þurfti appelsínur og banana líka með þyrlunni fékk ég að sitja frammí hjá flugmanninum frekar mikið stuð það. Eftir 8mín þyrluflug lentum við í Ammasalik og fengum þar hádegismat á hótelinu. svo fórum við í siglingu um ísjakana og skoðuðum bæinn. ég verð að segja að þetta hafi verið frekar spes lífsreynsla að labba um göturnar þarna sem lágu upp og niður hóla og hús á ólíklegustu stöðum og rusl útum allt. svo var kvöldmatur og ég lagðist í rúmið eftir það. var búinn að vera frekar slappur undanfarið, einhverjar stelpur fóru á barinn hliðina á hótelinu og sögðu að það hafi verið frekar slæmt, fólk skiptist á að æla og detta í gólfið vegna ölvunar. Það var víst fyrsti laugardagur í mánuði og bæturnar greiddar út. semsagt stórfurðulegt samfélag.
á laugardagsmorguninn vöknuðum við spangól sleðahundanna en um allan bæinn voru auðvitað sársvangir sleðahundar sem fá ekki að borða nema einu sinni í viku á sumrin. gæti ýmindað mér að það væri pirrandi á meðan húsbændurnir ráfa fullir um göturnar. Við flugum svo til baka með þyrlunni til Kulusuk og litum á bæinn, það sem kom mest á óvart hversu óduglegir þeir hafa verið að grafa þá dánu eftir að jörðin þiðnaði. alstaðar voru dysjaðar kistur meðfram veginum og uppí brekkum. við mættum svo á flugvöllinn um eittleytið til að fljúga heim til reykjavíkur en flugið tafðist um langan tíma þar sem á flugvellinum ráfaði blindfullur finni sem hafði ekki hugmynd um hvar hann væri eða hvernig hann komst þangað. Ekki aðstæður eða staður sem maður vildi verða strandaglópur á. Allavega erum kominn heim og Herdís er lagst í rúmið, eitthvað kvef og hálsbólga sem er búinn að vera að ganga.
Allavega mæli með því að fólk skreppi til Grænlands ef það gefst tækifæri á því. Setti inn myndir frá ferðalaginu hér.


Segir Hilmar 16:28


wfimmtudagur, júní 03, 2004


ég er alltaf að vinna rosa gaman það gerist aldrei neitt í mínu lífi hehe. Svo ætlum við skötuhjú að skella okkur til grænlands núna á morgun Föstudag, komum heim á Laugardaginn. kannski maður drekki tollinn þá.


Segir Hilmar 21:46


wsunnudagur, maí 30, 2004


Siggi Frændi hringdi áðan, Bauð mér á Korn tónleikana á morgun. Hell Yeah hér kem ég, er farinn að hlakka svolítið til bara.


Segir Hilmar 17:42


wþriðjudagur, maí 25, 2004


ú je ekki slæmum að líkjast

Which O.C. Character Are You? Find out @ She's Crafty


Segir Hilmar 18:17


wlaugardagur, maí 22, 2004


jæja þá er kominn laugardagur og allt gott að frétta héðan af Kleppi (Heimili systur minnar) Ég hef mikið verið ein heima en Fidel haldið mér félagsskap.
Ég er búinn að fá útúr 3 af 5 prófum og semsagt náð þeim öllum með glæsibrag. Byrjaði annars að vinna smá á miðvikudag og fimmtudag það var ágætt, sami félagsskapurinn góður hópur en ég er samt opinn fyrir öllu ef þið vitið um atvinnutækifæri, ekki að það sé slæmt að vinna þarna bara að breyta til og öðlast smá meiri reynslu.
Hlakka til mánudagsins þá fer ég í klippingu, það verður skrautlegt ég fór nefnilega síðast í klippingu í desember það er frekar ódýrt að reka minn haus.
Held að það sé allt að verða upptalið nema kannski að ég ætla að grilla á kleppi í kvöld og fá mér bjór
Servus og munið: Es ist Geil, ein Arschelock zu sein


Segir Hilmar 15:19


wmiðvikudagur, maí 19, 2004


jæja þá er kominn miðvikudagur, ég er ekki enþá byrjaður að vinna en ég vona að það verði kannski eitthvað í dag. fyrir flesta sem ekki vita ekki verð ég að bóna eins og vanalega ekkert skemmtilegt að fá að gera ef maður er í ferða og landfræði. þoli ekki að maður fái ekki vinu vegna reynsluleysi. hvað er það? þá fær bara enginn vinnu aldrei og vinnumarkaðurinn mundi aldrei endurnýjast.
Ég er að passa íbúð þessa dagana og Fidel frænda Ása systir er í útlöndum, það var hringt í gær og hún var boðuð í atvinnuviðtal á föstudaginn á einhverja lögfræðistofu, kannski maður greiði sér stelpulega og skreppi í viðtalið og fari að vinna sem lögfræðingur.
Jæja mér leiðist ekkert annað að gera nema taka myndir af Fidel og láta hann Modelast. Kannski maður kíkki eitthvað út er að mygla hérna heima, svo bara grilla ég í kvöld en gaman


Segir Hilmar 13:18


wföstudagur, maí 14, 2004


Það getur stundum verið besta skemmtun að lesa undir próf. Ekki að sjálfur lesturinn sé skemmtilegur heldur talar Herdís óeðlilega mikið upp úr svefni. Rétt í þessu þar sem ég sat í Lazyboy stólnum að lesa glósur í svæði og menningu eða S&M eins og ég kýs að kalla það, þá snýr herdís sér á hina hliðina og segir "Nei ég man þetta ekki" sögunni fylgdi ekki hvað hún mundi ekki en eflaust má lesa það á blogginu hennar seinna meir. Í fyrrinótt hrökk hún hinsvegar upp og sagði "Gísli" mér þótti það nú frekar grunsamlegt og spurði "Hver er Gísli", því stundum er hægt að tala við hana þótt hún sofi, Hún svarar "Gísli alfreðsson" ég segi "HA" og spyr nánar þá segir hún að það sé handboltamaður en þá spyr ég hvort hún meini Alfreð Gíslasson og það var rétt. Eitt stig fyrir mig og málið var dautt. spurði hana svo frekar útí þetta í dag og hún vissi ekki frekar meira um málið en ég.
Næsta mál á dagskrá er próf á morgun hefst í hádeginu og svo kannski eitthvað djamm næstu daga. læt ykkur vita ef ég kemst að einhverju fleiru um þennan ´Gísla góða nótt
p.s. vona að þetta sé ekki kvennagullið Gísli Marteinn


Segir Hilmar 00:51


wlaugardagur, maí 08, 2004


Jæja þá er bara eitt próf eftir en ekki fyrr en á Föstudaginn. frábær bið framundan.
Ég fékk næturgest um helgina, ekki Kiddi eins og vanalega heldur hinn vanaði Fidel Frændi, Kötturinn hennar systur minnar.
í dag er svo búið að vera frábært veður en ég hér heima að læra og passa köttinn. Ég verð örugglega einstaklega ábyrgur og leiðinlegur faðir leyfi ekki börnunum að gera neitt. ég fer nefnilega alltaf svo vel með hluti sem ég á og lána þá helst aldrei svo ekki hafa áhyggjur um að ég láti ykkur passa eitthvað í framtíðinni. ætla reyndar að skilja Fidel eftir á eftir þegar ég fer að grilla hjá tengdaforeldrunum.
Hvað er svo að frétta maður er alveg hættur að hitta vini sína. það er kominn nettur sumarfílingur í mann og er ekki byrjað að skipuleggja útilegurnar. ég ætla að vera duglegur að fara í Fjallgöngur og Göngur í sumar og öllum er velkomið að koma með ef það vill. annars best að fara læra ekki nema 6 dagar í próf
Verður einhver með Eurovison party ég bara spyr. það er nú búið að bjóða mér í amk 1 eða 2 svo ég kvarta ekki. bara spurning um að vera í réttum félagsskap.


Segir Hilmar 17:46


wmánudagur, apríl 26, 2004


Fór í próf í morgun það gekk bara fínt sat hliðina á Herdísi svo við gátum hjálpast að hehe heimapróf I love it.
svo kom Himmi Tröll í heimsókn og skammaði mig en ég sagði honum bara að slaka á og fara aftur að gæta hjarðarinnar uppá heiði.

kannski betra að sjá myndina hér í betri upplausn.

Annars alveg merkilegt hvað ég er alltaf afslappaður í próftíðum.


Segir Hilmar 19:21


wsunnudagur, apríl 25, 2004


Úff próftíðinn byrjar á morgun. ömurlegt að hanga heima að lesa undir próf. Maður finnur sér þó alltaf eitthvað annað að gera en að lesa bækur og tel ég það bara mikilvægt til að halda geðheilsunni. Samt spurning um hversu gáfulegt það er hér er nýlegur afrakstur dundurs í mér

kannski betra að sjá myndina hér í betri upplausn.


Segir Hilmar 18:54


wföstudagur, apríl 23, 2004


Gleðilegt sumar, það entist í einn dag.
Fór með Sigga Frænda að taka myndir í gær það var stuð, ég vil meina að ég sé en að læra þar sem yfirleitt eru ekki nema 2-3 flottar myndir af svona 200. prófin fara að byrja eitt á mánudag annað eftir viku og svo koll af kolli. er ekki búinn fyrr en 14.maí og ekki kominn með neina skemtilega vinnu, ætli að maður endi ekki í gólfunum.
ætla hinsvegar að verða duglegur í sumar að ferðast og er búinn að kynnast fullt af fólki sem er tilbúið að labba smá. hlakka ógeðslega mikið til að vera búinn í prófum, svo þegar euro er greiddur frá síðustu London ferð verður farið að skipuleggja næstu ferð til útlanda.


Segir Hilmar 12:03


wfimmtudagur, apríl 15, 2004


Æðisleg að vera kominn heim, endalaus verkefni bíða manns. sé ekki fram á að vera mikil félagsvera fyrr en eftir próf. það er klikkað að gera. held ég tali fyrir alla þegar ég segi það. allavega hef ekki tíma til að segja frá London ferðinn en það verður bara að koma síðar.
bless farinn að læra


Segir Hilmar 09:34


wþriðjudagur, apríl 06, 2004


jæja þá er farið að styttast í hina Margrómuðu London ferð sem hefur þó breyst aðeins frá því að vera venjuleg borgarferð í að verðu allsherjar ferðalag um England. Planið er semsagt þannig, við förum á morgun semsagt fljúgum klukkan 15 og verðum kominn heim til Palla bróðir Herdísar klukkan 22 um kvöldið eeða eitthvað. svo höfum við Fimmtudag og Föstudaginn langa í London og svo um kvöldið á föstudaginn skreppum við til smáþorps sem heitir Maccles field eða verðum þar á sveitasetri þar sem Lamadýr oog mannmörgæsir spranga um í Garðinum, ok ekki að djóka með lamadýrin. verðum þar fös, lau, sun, og fljúgum til london aftur á sunnudaginn og svo bara chill og svo heim á mánudaginn. þetta blogg er skrifað á milljón km hraða svo engin ábyrgð er tekinn á stafsetningar villum. bið ykkur vel að lifa og góða nótt
þess má geta að ég og Herdís tökum aðeins eina flugfreyjutösku með okkur sem mér þykir helvíti gott miðað við það sem ég tek alltaf stóran gám með mér norður um páskana


Segir Hilmar 23:21


wmánudagur, apríl 05, 2004


jæja ca 50klukkutímar í London. skrifa kannski eitthvað áður en ég fer
farinn að læra


Segir Hilmar 12:42


wsunnudagur, mars 28, 2004


Það mætti kannski segja að ég hafi ekki getað einbeitt mér mikið af náminu þessa dagana en ég hef allavega skemmt mér og það er fyrir öllu. fór í mína síðustu vísindaferð á föstudaginn, það er að segja sem skemtanastjóri. Það var schnilldarferð, kíktum á vegagerðina. ótrúlega hresst fólk og skemmtilegt. fékk svo óvænta heimsókn sama dag 3 Fjallmyndalegir frændur mínir kíktu í heimsókn. Kannski ekki frændur mínir en allavega svona side project í skólanum sem ég er að vinna með Kára hjá Decode. Meðfylgjandi mynd var tekinn við þetta tilefni ég er annar frá vinstri. by the way Kári vorum við ekki að tala um 400milljarða semsagt 100 á haus, vill allavega fá smá fyrirframgreiðslu fyrir páska takk.

Jæja námið bíður sæl að sinni.


Segir Hilmar 18:20


wmiðvikudagur, mars 24, 2004


Það er lítið að frétta nema að bróðir minn kom síðustu helgi og ég var að passa hann amk á föstudag og laugardag. Kíkti svo út á Laugardaginn hitti Erlu og snorra það var ágætis tilbreyting. Svo á sunnudaginn var bara sofið. Skemmtilegasta í langan tíma gerðist svo á mánudaginn, Siggi skáti kom heim frá þýskalandi með nýju myndavélina mína sem er æðisleg.

Þannig að líf mitt hefur snúist í kringum hana undanfarna daga, endalausar test í gangi til að venjast henni fyrir London-ferðina. Helstu fyrirsætur hafa verið Birta&Úa og Herdís. Verð að segja að Úa var ekkert allt of sátt við að ég væri að smella svona myndum af henni í baði.

Ég meina það engin smá dónaskapur í gangi

Birta alltaf jafn hress úti að hlaupa


Og Herdís alltaf jafn sæt, ég hálf partin vorkenni henni er nefnilega alltaf að taka myndir af henni


Pabbi Herdísar er að reyna selja bílinn sem Herdís er alltaf á svo við erum búinn að vera í allan dag að þrífa hann. svo vantaði einn hjólkopp sko orginal Toyota svo við fórum á stúfana. Fundum hann svo að lokum hjá engum öðrum en Valda Koppasala. Ég mæli eindregið með hans sjoppu. Hann á semsagt alveg milljón hjólkoppa en þurfti ekki annað en að fá smá lýsingu á hjólkoppnum sem vantaði og hann vissi hvar hann var. Algjör snillingur Fattaði bara ekki að taka mynd af honum með Herdísi


Segir Hilmar 19:05


wmánudagur, mars 15, 2004


Alveg einstaklega óviðburðarík helgi hjá mér. Gerði ekki neitt á föstudaginn, Var í skólanum allan Laugardaginn að undirbúa námskynningu. Eyddi svo Sunnudeginum í að fræða framhaldsskólanema um nám við Jarð og Landfræðiskor, einstaklega gaman. toppurinn á helgini án efa gönguferð með Birtu & Úu hundunum hennar Herdísar og svo sunnudagssteik hjá foreldrunum á eftir. Í morgun vaknaði ég svo við hliðina á 25ára gamalli konu, en örvæntið ekki það var Herdís bara Árinu eldri. Ætla að reyna að vera góður við hana það sem eftir er af deginum og hver veit nema að ég verði tilbúinn með matin þegar hún kemur úr vinnunni. Sæl að sinni


Segir Hilmar 16:51


wmiðvikudagur, mars 10, 2004


Bætti við Nokkrum tenglum


Segir Hilmar 11:03


wmánudagur, mars 08, 2004


Árshátíðinni lokið. Djöfull var gaman og allt heppnaðist mjög vel. lögðum á stað frá hí klukkan 9:15 fórum á Hótel Nordica fengum guided tour um hótel m.a. forseta svítuna, fengum líka morgumat. skemmtilegasta þó við þessa heimsókn var að rekast á heimsfrægu söngkonuna Kim Wilde sem á lög eins og Kids in America og fleiri slagara. svo eftir þetta var haldið út úr bænum. næsti áfangastaður var Bjarnarhöfn fyrir utan tvö staupstopp og tvö pissustopp. Bjarnarhöfn bauð okkur upp á harðfisk&hákarl namm namm auk þess sem ég varð skotspónn Hildibrands í bjarnarhöfn og allir hlógu að mér. ég hef ákveðið að tala ekki aftur við gamla menn af fyrrabragði. Nú hljóta allir að vera orðnir spenntir, hvar enduðum við???
eftir bjarnahöfn var svo haldið á Grundarfjörð eða Bjúguspleis eins og Effarar þekkja það betur. þar gistum við á hótel framnesi næs pleis með frábæru starfsfólki. þar var etið og djammað framm á rauða nótt held að ég hafi verið farinn í rúmið um 6 um morgunin.
Verð að segja að sumir voru fullari en aðrir og sumir greinilega misstu alla röksemdarhugsun. nefni engin nöfn en myndir má sjá hér
Ég og strákarnir í stjórninni eruum allir með æðislega grænar Tuborg derhúfur og ef fólk er að spá í grænu hálsböndin þá eru það bjórkortin sem voru virkuðu þannig eitt gat fyrir einn bjór, hægt var að kaupa 10, 5 bjóra kort og svo 5Breezer kort. Gjörsamlega mín hönnun ekkert smá stoltur :)
þess má geta að ég kláraði 2 tíu bjóra kort eða kannski 15 fékk smá hjálp
Allavega skemmtilegasta árshátíð Fjallsins héðan af... hehe nú lemur Herdís mig


Segir Hilmar 16:44


wmánudagur, mars 01, 2004


Vaknaði í morgun, opnaði ísskápin og óskaði bjórnum til hamingju með afmælið


Segir Hilmar 18:41


wföstudagur, febrúar 27, 2004


hehe ég er að fara til London um páskana


Segir Hilmar 17:47


wfimmtudagur, febrúar 26, 2004


sælt veri fólkið. eins og ávalt er nóg að gera hjá mér, fór í vísó og party hjá vst á föstudaginn. drakk aðeins of mikið svo ég ákvað að eyða laugardeginum með Herdísi sorry krakkar að hafa ekki mætt í afmælið hjá Bjúgus. Það hefði bara ekki verið vinsælt á heimilinu. Fór í vettvangsferð á mánudaginn á Hvolsvöll og Stokkseyri. alveg einstaklega skemmtilegt eða þannig, hef sjaldan farið í eins tilgangslausa rúruferð á æfinni. fór svo í fjöldan allan af heimsóknum á mánudaginn líka m.a.´til L.U.K.R. listasafn Íslands sem sökkaði, höfuðborgarstofu og eitthvað handverksgallerý. þetta var svo skemmtilegt að ég iða í skinninu en þann dag í dag.
Ég hef verið duglegur undanfarið að vera góður við ketti og hunda. heimsækji Fidel reglulega, hann er uppháhalds frændi minn þessa stundina. og svo má ekki gleyma Birtu&Úu sem eru hundarnir hennar herdísar. fórum með þær að labba á Sunnudaginn og í gær. fórum á Geirsnesið í bæði skiptin fínasti staður ef Úa hefði ekki verið kynferðislega áreitt í seinna skiptið.
Mætti í skólan klukkan 9:20 og kennarinn oftar en ekki veikur. frábært næsti tími klukkan 16. frábært
Árshátíðarundirbúningur í fullum gangi hlakka svo til þarnæstu helgi það verður geðveikt gaman.
framundan eitthvað ekki alveg planað á laugardaginn fullt af fólki að útskrifast sem Herdís þekkir svo það verður gert eitthvað skemmtilegt. jæja nenni þessi ekki lengur
Servus


Segir Hilmar 10:36


wmiðvikudagur, febrúar 18, 2004


Sælt veri fólkið. ekki mikið verið að blogga nýlega eins og sést en ég reyni þó oftar en ykkur grunar. hum hvað er að frétta, ekki mikið nema systir mín og Siggi eru búin að eignast son. hann er af kattarkyni og heitir Fidel. Fór og heimsótti erfingjan í gær og hann var bara frekar sprækur, svaf svo restina af kvöldinu í kjöltu minni. algjört grey, ber kannski ekki nafn með rentu enþá en ég býð spenntur eftir byltingu á kleppi.
framundan vísindaferð á Föstudaginn í VST svo Laugardagur svo Konudagur. úff maður verður að gera eitthvað sniðugt þá.
Byrjuðum að selja miða á Árshátíð Fjallsins á mánudaginn og nú eru 3-5 miðar eftir ekki slæmt. greinilegt að það eru stuðboltar við stjórnvöldin, ´Frétti reyndar áðan að það heyrði víst undir mig að skipuleggja árshátíðina. svona er maður alltaf látin vita af öllu eða þannig
well best að fara hætta þessu nóg að verkefnum að vinna úr
hasta la victoria, Fidel frændi


Segir Hilmar 16:08


wmiðvikudagur, febrúar 04, 2004


ótrúlegt hvað maður er latur nennir ekki að læra neitt, get bara ekki beðið eftir að komast út? á vinnumarkaðin og losna undan þessu helvítis námi, sem er víst skilyrði fyrir góðri vinnu (að mínu mati a.m.k.).
Minnist þess þegar ég var atvinnulaus veturinn 2001-2002 þá var lítið gert annað en að leika sér á snjóbretti allan daginn og hanga á kvöldin. ég var nú alveg multi millioner eftir þann vetur 16.000kr á mánuði í atvinnuleysisbætur og svo bara lifað á foreldrunum.

Hvað með það, kannski betra að vera bara í skóla á námslánum og mæta í skólan. Þoli bara ekki öll tilgangslausu verkefni sem maður er látin gera. Nú stend ég frammi fyrir að skrifa 2bls hugleiðingu um hvað er svona sérstaklega íslenzkt við íslenzka menningu. 17blaðsíðna grein sem er búið að taka 2 daga að lesa (sofna alltaf yfir henni). Ég blogga frekar, það krefst ekki eins mikils bulls.
Annars lítið að frétta ég fer í skólan á morgnanna og fer svo heim aftur, ég meina ekki nema 5mín gangur í skólan. nenni ekki að hanga í þessum stærsta frystiskáp íslands sem liggur á hliðinni í vatnsmýrinni. reyni svo að haga kvöldunum eftir sjónvarpsdagskránni. þetta gengur ekki lengur nú fer ég að lýsa letinni stríð á hendur (ef ég nenni)
Vísindaferð á föstudaginn, kíkkum í Landskyrkjun þar er alltaf stuð. Umhverfissinnar og virkjannasinnar í einn pott og svo hrært. Með pottréttinum er svo drukkin dágóður slatti af áfengum drykkjum. Fer svo líklega í party í brei?holti á laugardaginn það verður nú meira ferðalagi.
Jæja best að fara bulla um íslenska menningu sem er alveg frábær. ég gefst upp þetta er orðið innantómt bull
Servus


Segir Hilmar 17:27


wsunnudagur, febrúar 01, 2004


jæja maður er orðinn heldur slappur að blogga þessa dagana. Spurning hvar á maður að byrja? Well fór á snjóbretti á föstudaginn, það var snilld ágætt færi og gott veður. Það var að vísu frekar kalt en maður klæddi sig bara vel. Daginn eftir semsagt í gær laugardag var frekar erfitt að hreyfa sig, strengir og verkir eftir eina byltu á 50km hraða eða svo. Frétti að Erla María væri orðin þrusugóð á bretti, það væri gaman að fá að sjá það einhvertíman.
Við skötuhjú hengum svo bara heima á í gærkvöldi, svona kosíkvöldi yfir imbanum. Maður þarf stundum að að vera heima hjá sér alveg nauðsynlegt, hlaða batteríin. jæja það sem er framundan matarboð í kvöld hjá Ásu systur bíð spenntur eftir því. ne núna best að að laga til eða eitthvað kannski læra, seinna....


Segir Hilmar 14:25


wfimmtudagur, janúar 22, 2004


Ekki búinn að vera duglegur að blogga upp á síðkastið, hreinlega ekki nennt því. Þetta metnaðarleysi hefur farið eitthvað í taugarnar á henni Erlu svo ég ákvað að koma með smá fréttir. Búinn að vera frekar rólegur frá komu minni til reykjavíkur minnir mig, skellti mér í afmæli til Erlu og Örnu eins og flestir hafa örugglega ímyndað sér, Þar var mikið fjör. Búin að vera duglegur að vinna fyrir nemandafélagið skil ekki afhverju því engin kann að meta sjálfboðastörf nú til dags, Skrýtið stundum að maður fái ekki bara skít í andlitið frá þessu liði. Allavega öruggt að fólk á ekki eftir að muna eftir árshátíðinni þar sem gígantískt magn af áfengi hefur áskotnast okkur á undanförnum dögum. Ég Verð virkilega sár ef við verðum ekki heiðraðir á aðalfundinum þegar ný stjórn tekur við. En engu að síður gengur lífið bara vel fyrir sig, var með ungan strák í pössun síðustu helgi sem hét eða heitir enþá eftir bestu vitund Bubbi Elli. Það tók sinn toll.
Vísindaferð á morgun alveg típískt ég búinn að plana eitthvað annað á sjálfan bóndadaginn þann fyrsta í sögu minni sem maður getur kallað sig bóndi, hver svo sem skilgreiningin er á því hugtaki.
Þar hafið þið það. Meiri fréttir seinna nenni þessu ekki lengur

Veit ekki afhverju ég setti þessa mynd inn. Myndir eru alltaf skemmtilegar, þið getið prentað hana á bol eða eitthvað, bara Siempre


Segir Hilmar 18:21


wfimmtudagur, janúar 08, 2004


Sæl og gleðilegt nýtt ár,

Maður er bara kominn suður aftur eftir dvölina fyrir norðan. Það var margt ýmislegt brallað og ég nenni ekki að fara í nein smáatriði læt eina mynd fylgja með hún útskýrir sig sjálf.


ég á einum af mörgum snjóhaukum Muggs frænda


Segir Hilmar 14:19