Himmi

wHimmi
Hér bloggar Hilmar bjór a.k.a bróðir Ásu, Ingjaldsfíflið?, Himmler,Him, Hilli, Helmut, Eric, Marri Bier, Helmut,Himenem



Um Mig
Herdís
Stulli
Siggi frændi
Prins Kristian
Erla Djammdrottning
Rebba
Geiri
Hilma frænka
Steinunn
Jói Herm
Rósa Skipper
Herdís&co
Myndasíða Fjallsins
Séra Hildur
online





wArchives:


-- HOME --













This page is powered by Blogger. Why isn't yours?
wþriðjudagur, apríl 29, 2003


Þvílíkt veður´
Það hefur ekki gengið vel í dag að lesa undir próf sökum hita og hávaða í leikskólakrökkunum. Gerði mér samt ferð áðan í hlöðuna þar sem ég komst að því að ég er ekki sá eini sem þar að líða þessa hitabylgju sem er að gera mig brjálaðan. Hefði átt að halda mig fyrir norðan þar er nefnilega skítkalt og smá snjókoma, ekki slæmt það. Í dag væri tilvalin dagur að setjast niður á austurvelli og fá sér einn eða tvo öllara. En ekki býðst það svo auðveldlega. Ætla samt að kíkka á kaffihús í kvöld og hitta strákana í bekknum og ræða málin. Gangi ykkur öllum vel í próflestri og endilega bloggið sem mest því það er ekkert betra að gera þessa dagana. Gleðilegt sumar by the way.


Segir Hilmar 17:23


wmánudagur, apríl 28, 2003


mér heyrist all vera fara til andskotans í borg óttans svo ég hef ákveðið að snúa aftur í dag. klukkan hvað verður ekki gefið upp en verið bara á varðbergi. Annars held ég að blogger sé alveg búinn að missa það núna


Segir Hilmar 10:32


wföstudagur, apríl 25, 2003


Jæja þá er komið að smá pistli allavega til að láta vita að maður er en á lífi. Páskarnir voru bara frekar rólegir datt bara 2 í það og þykir það nú bara frekar lélegt á minn mælikvarða. nenni ekki að tala lengur um páskana. fór að kjósa áðan nenni ekki að tala meira um það. Ég hef verið að læra svolítið undanfarið nenni ekki að tala meira um það. Mamma á afmæli í Dag. Ég er enþá fyrir norðan og það er kalt nenni ekki að tala meira um það. Ætla rifja upp gamla tíma og fara til kidda í kvöld og horfa á djúpu laugina eða ungfru island.is það verður geðveikt gaman þið vitið ekki afhverju þið eruð að missa af. Veit ekki hvenar ég sný aftur í borg óttans en það fer að styttast í annan endan á þessari akureyrinsins heimsókn


Segir Hilmar 16:45


wmiðvikudagur, apríl 16, 2003


góðan daginn öllsömul, vonandi eru allir komnir á páskafrí því ég er eiginlega ekki kominn í páskafrí. eru að rembast viða að klára verkefni sem er alveg að verða búið eða þannig. jæja fer norður í dag og hyggst dvelja á hótel mömmu um tíma. hyggst stunda lærdóm og hjálpa kannski mínum yndislega bróðir að læra undir sæmræmdu prófin illræmdu. kannski maður skelli sér í bíltúr með honum, hann er nefnilega kominn með æfingaleyfi. sakar ekk að fá smá adrenalín kick fyrst að maður tekur ekki brettið með norður. jæja vonandi hitti ég sem flesta fyrir norðan veriði sæl að sinni


Segir Hilmar 08:54


wþriðjudagur, apríl 15, 2003


Rebekku brá í brún þegar hún sá mig í viðtali á mtv á meðan hún skokkaði á hlaupabrettinu í dag
I don´t blame her, við erum sláandi líkir.
Bara vonandi að Brittney lesi bloggið mitt einhvertíman. Eða ég veit ekki er gott eða slæmt að líkjast Justin Timberlake í fjarlægð. Mér finnst Himmi Timburlækur ekki alveg nafnið sem er að passa við mig


Segir Hilmar 01:07


wmánudagur, apríl 14, 2003


Ekkert meira korny að vera með svona könnun fyrir fólk sem veit ekki neitt
svo auðvitað tók ég þátt, skemmtilegar niðurstöður en ég vill taka fram að þetta er ekki endanleg ákvörðun. bara alltaf jafn gaman að hrista upp í liðinu
Kjósið bara eftir bestu samvisku
Niðurstaða:
Stuðningur þinn við stefnu flokkanna er eftirfarandi:

1. 100%Vinstri grænir (xu).
2. 0%Samfylking (xs).
3. 0%Frjálslyndi flokkurinn (xf).
4. 0%Sjálfstæðisflokkur (xd).
5. 0%Framsóknarflokkur (xb).

http://www.afstada.net/






Segir Hilmar 21:02


w


Hey Erla þetta er fyrir þig
NickGuiding
Nick McHenry: Thu ert adal toffarinn! Toffari i hud
og har (bokstaflega) Ert med adal gellunni i
baenum, ert vinsaell rannsoknarbladamadur og
hefur oft lent i aevintyrum i frettaleit
thinni. Ther eru allir vegir faerir! I stuttu
mali lifir thu mjog spennandi lifi!


Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla


Segir Hilmar 18:23


wsunnudagur, apríl 13, 2003


ÞÓRSARI
heeh bandaríkjamaðurinn sem afneitaði bandaríkjunum um daginn með því að segju upp ríkisborgararétti sínum er ÞÓRSARI. Afhverju jú hann heitir Þór Saari, ekki mundi ég vilja heita það ef maður væri ka maður. Jæja helgin búinn, Kiddi farinn og held að allt hafi gengið stórslysalaust fyrir sig bara. Veit ekki hvað það er en ég er alveg hættur að hitta vini mína, nema kidda auðvitað. Við kíktum niðrí í gær og held barasta að allir hafi verið að djamma en hitti engan af mínum nánustu kunningjum. ég er bara farinn að hanga með bekkjarfélögum og svoleiðis. kannski að það rætist eitthvað úr þessu um páskana


Segir Hilmar 16:34


wfimmtudagur, apríl 10, 2003


jæja þá er að gera verkefni. aðeins lítið eftir af kennslu svo allir vilja fá verkefnin sín fyrir páska. Fór á fund áðan með forsvarsmönnum icelandexpress og það var mjög fróðlegt aðeins skilafrestur á því verkefni á þriðjudaginn og fleiri í vinnslu helvíti gaman að þessu stressi. freistaðist samt áðan, ég er að fara á Scooter á morgun ekki til að hlusta á skemmtilega hressandi danstónlist heldur til að þrífa upp svitan af sveittum unglingum á e pillu trippi. já svo er kiddi að koma í bæinn á eftir eða hann er kominn svo hann á bara eftir að koma hingað til mín. Ætlum samt ekkert að fara á fyllerí eða allavega ekki ég. jæja best að fara fá sér næringu hef ekki fengið næringu í langan tíma...


Segir Hilmar 16:22


wmánudagur, apríl 07, 2003


hef ekki verið að blogga undanfarið en þetta er helst að frétta. fór í námsferð um suðurland endilangt á föstuaginn helvíti gaman. fórum svo öll á aðalfund fjallsins þar ég var kosinn skemmtanastjóri helvíti gaman kemur sér vel í framtíðinni. kíkkaði í afmæli hjá steinunni bekkjarsystur á lau það var fínt fórum svo á vegamót. bara frekar róleg helgi ekkert að frétta merkilegt. styttist í páskafrí bara smá verkefnavinna dauðans eftir.


Segir Hilmar 15:04


wþriðjudagur, apríl 01, 2003


hehe fékk hringingu áðan vitið ekki hvað ég er búinn að koma mér í, ég féllst á það að redda 13-14 félögum í ferðamálafræði til að taka á móti einhverjum 50manna amerískum hóp 16 eða 17 maí, fínt það prófin búinn. málið er það að þetta eru svona 19-20 ára krakkar frá einhverjum skóla í usa sem eru að læra um jarðfræði íslands og koma hingað í ferð um landið. málið er að hitta þau á hard rock cafe og fá frítt að borða tala við þau og vonandi draga einhverja á djammið. Hef verið settu í samband við prófessorinn sem er einhver kona, og ég ætla mér að skemmta þeim ærlega með minni nærveru. bara vesen að redda þessum félögum. Endilega ef einhver les þetta ´sem er með mér ferðamálafræði skráðu þig hjá mér. fæ meiri og ýtarlegri upplýsingar á föstudaginn á aðalfundi Fjallsins. ´Læt ykkur vita af frekari þróunn þetta er svo spennandi. ps ekki 1.apríl gabb


Segir Hilmar 23:18