Himmi

wHimmi
Hér bloggar Hilmar bjór a.k.a bróðir Ásu, Ingjaldsfíflið?, Himmler,Him, Hilli, Helmut, Eric, Marri Bier, Helmut,Himenem



Um Mig
Herdís
Stulli
Siggi frændi
Prins Kristian
Erla Djammdrottning
Rebba
Geiri
Hilma frænka
Steinunn
Jói Herm
Rósa Skipper
Herdís&co
Myndasíða Fjallsins
Séra Hildur
online





wArchives:


-- HOME --













This page is powered by Blogger. Why isn't yours?
wföstudagur, maí 23, 2003


í sól og sumarveðri undanfarna daga hef ég verið duglegur að dekra við sjálfan mig. ég er eins og flestir kannski velta fyrir sér ekki byrjaður að vinna svo það er um að gera að njóta sumarfrísins eins og ég kalla það fara í sund fá sér bjór og slappa af. Eitt sem hefur þó farið virkilega í taugarnar á mér er leikskólinn fyrir neðan mig sem vekur mig klukkan 9 á morgnanna. En Börnin verða víst að leika sér líka og stundum er stórskemmtilegt að fylgjast með þeim héðan úr háloftunum. Eitt er víst að Leikskólar Stúdentagarðana eiga við slæman fjárhag að etja. Rétt í þessu kom ein fóstran og kallaði á alla krakkana í röð. þetta vakti að vitaskuld athygli mína þar sem ég sat í makindum mínum úti á svölum að njóta góða veðursins. Að mynda röð tók þónokkurn tíma og spennan var í hámarki. En það var nú ekki merkilegra en það að fóstran var að gefa krökkunum saltstangir. En come on ein á mann, og ekkert aftur í röðina annars var þeim hótað að vera send heim. Þetta er 101Reykjavík í dag. ég er að spá að skella mér´á reiðfák minn og fara í sund. Njótið góða veðursins á meðan þið getið ég er farinn að slappa af. Ég þarf nefnilega að passa alla helgina er að fá strák í pössun að norðan sem heitir Kiddi. Svo bara Partystand á morgun


Segir Hilmar 14:08


wmiðvikudagur, maí 21, 2003


Karaoke
Stefnir í hörku partý á laugardaginn. Snorri bauð okkur í partý´heim til pabba síns þar sem horft verður á eurovision og svo karaoke keppni á eftir. þetta verður geðveikt fjör vona ég, og er ég strax byrjaður að æfa mig svo ég líti ekki illa hliðina á þeim feðgum eða þá Kidda sem vonandi tekur lagi, held ég gangi heim, held ég gangi heim. Málið er það að ég fór á www.downloads.com og náði í eitthvað karaoke forrit vanBasco´s karaoke player sem spilar svo midi skrár eða .kar skrár og textin kemur á skjáinn sem er snilld. Þannig að fartölvan mín hefur fengið nýtt hlutverk í sumar sem karaoke græja. búinn að ná í fullt af lögum svo þetta verður ekki leiðinleg helgi hjá mér og kidda. Verst er að ég á ekki mic, kannski Siggi sjái einn ódýran í Japan. Skemmtileg nýleg lög hér. Annars hörkuduglegur í da´g hjólaði í sund vesturbæjarlaugina nota bene skemmtileg laug bara gamalt fólk og virðist sem það sé engin sól þegar maður er þar. allavega var sól áður en ég fór og svo þegar ég kom uppúr. hjólaði svo heim og hlustaði á útvarpið og viti menn lagið með gaurnum sem er að hjóla kom í útvarpinu ,,when I get you alone eða hvað sem það heitir. skemmtilegt hjóla lag, betra en jólahjól. well farinn að sitja í sólinni og hver veit nema ég lumi á bjór í ísskápnum


Segir Hilmar 17:24


wsunnudagur, maí 18, 2003


BOAH
þetta er nú búið að vera meira þriggja daga djammið, farinn í pásu fram að næstu helgi. partýið á föstudaginn var hreinasta snilld og bara nokkuð góð mæting hjá fólki. djammið á föstudaginn setti samt svip sinn á laugardaginn þar sem við áttum að hitta þessa margrómuðu Bandaríkjamenn. 4-5 forfölluðust svo við vorum þarna með 5 ameríkana á mann. helvíti hressir krakkar en samt skrítið djamm. allir voru búnir að gefast upp um klukkan 1 svo litlu var úr að moða. ég og Sigga tókum reyndar að okkur eina stelpu sem var algjör orkubolti hún var ekkert að gefast upp. Hittum fullt af fólki og ég hef bara sjaldan séð eins marga inná öllum stöðunum það var allt pakkað. Ég er búinn að vera rosa duglegur labbaði niðrá hverfisgötu til að ná í bílinn hennar siggu og fór á subway sem var vont. jæja kannski að maður skelli sér bara á Matrix í kvöld nenni samt ekki að hreyfa mig.


Segir Hilmar 19:32


wföstudagur, maí 16, 2003


Dagurinn í dag
ég er farinn að skrifa svo leiðinleg blogg kannski maður taki sér sumarfrí. Ég er skrítinn, hef notið veðurblíðunar í dag með því að horfa reglulega útum gluggann og ekki stigið fæti út. Reyndar hef ég góða og gilda afsökun. Nefnilega þvottadagur dauðans. held að ég sé búinn að þvo öll fötin mín og nú vantar mig bara þvottagrind. En enginn vill fara með mig í rúmfatalagerinn og ekki fer ég út hálf nakinn svo ég ætla að njóta þess að vera kominn í þessa sjálfsheldu og ekkert kíkka út fyrr en í kvöld djamm djamm djamm einkennir þessa fyrstu daga sumarfrísins


Segir Hilmar 17:44


wfimmtudagur, maí 15, 2003


próflok
jæja nú er það bara hlýrabolurinn og kaldur bjór í hendi. veðrið er fínt og gæti varla verið betra. Rosa mikið að gera næstu daga partý á Vídalín klukkan níu á vídalín á morgun og svo smá djamm guiding around reykjavík 101 á laugardaginn með krökkunum frá usa sem ég hef bloggað áður um. einhver partý í kvöld jájá 3-4 í gangi. well ég er farinn að njóta lífsins.


Segir Hilmar 18:27


wsunnudagur, maí 11, 2003


Jæja kosningarnar búnar og ekki hægt að segja að maður sé alveg sáttur við úrslitin en engu að síður spennandi að sjá hvað skeður. ég fylgdist með kosningavökunni hjá stulla og skemmtum við okkur alveg konunglega. nú er bara eitt próf eftir sem er á fimmtudaginn. Tölfræði dauðans ekkert jafn óáhugavert sérstaklega á þessum sumardegi. er farinn að hlakka of mikið til prófloka. Ferðamálafræiðin verður með Vídalín á föstudaginn og svo förum við að djamma með ameríkönum á laugardaginn þetta verður skemmtileg helgi. svo er sumarið bara komið. well farinn að reikna eitthvað út...


Segir Hilmar 16:54


wfimmtudagur, maí 08, 2003


Halló, komið öll á fætur
Fimmtudagur í dag held ég og lítið breyst, enþá 2 próf eftir. Er að stúdera Hagræna Landfræði núna einstaklega skemmtilegt, prófið klukkan 9 á morgun sem þýðir að allur föstudagurinn er ónýtur. Svo tekur við lærimaraþon dauðans aðferðir2 svona tölfræði og skítur kann ekki rass en allt spurning um skipulagningu má vera með allar bækur og glósur með sér í prófið nefnileg. svo ég verð ekki mikið á djamminu þessa helgina hehe. Hlakka ekkert smá til 15.maí þá klára ég prófin og er ákveðin ef það verður gott veður að fara niðrá austurvöll og drekka bjór. Og svo nátturulega djamma með Amerísku jarðfræðingunum 17.maí það verður fyndið, veit örugglega miklu meira en þau öll til samans jæja áfram með lesturin. Þori að veðja að allir eru komnir með sólarsamba á heilan eða hvað sem þetta lag hét sem ég vitnaði svo skemmtilega í í byrjun


Segir Hilmar 13:43


wþriðjudagur, maí 06, 2003


Nur Zwei próf eftir
Eins og hefur kannski ekki farið framhjá Alþjóð stendur próftíð yfir á þessu frábæra landi sem við búum á. Eitthvað hefur borið á kvörtunum yfir bloggleysi hjá mér en það verður bara að fyrirgefast ég nenni ekki neinu þessa dagana próflestur í hávegum hafður. Skellti reyndar Cypress Hill í græjurnar áðan og undur og stórmerki ég fór að laga til og vaska upp. Dr.Greenthumb þar að verki hann hefur sko ekki letjandi áhrif á mig þessa dagana. Ég er hálfnaður í prófum og lítið er að frétta þessa dagana nema fór í grill hjá systur minni um daginn, miðað við það sem ég les hjá henni á blogginu virðist hún vera að missa tökin á lífinu. Hún minntist ekki einu sinni á að æðislega hressi bróðir sinn kæmi í heimsókn. Skellti mér sama kvöld á ónefnda kosningaskrifstofu þar sem ég fékk mér bjór með Erlu. Kæruleysið alveg að drepa mig. nei nei ég átti það skilið skítlétt próf sem var næst. náðist þó á mynd skemmtilegt nokk

skil ekki hvernig ég varð á vegi ljósmyndara vegamóta, ég leit í spegil áðan og ég er ekki frá því að ég sé komin með baugu undir augun. Kannski maður fari að stæla baugubræður í vínil næst en ekki justin timberlake
Jæja vona að þetta svali forvitninni hjá ykkur daglegu lesendum ég er farinn í sófan að hlusta á Bonnie "Prince" Billie (Will Oldham) plötuna Master and Everyone hún er algjör snilld fær mann til að langa í kærustu til að kúra með. Platan er bara eitthvað svo falleg. Boah!!! trúi ekki að ég sé að skrifa þetta en ótrúlegt en satt þá á ég mínar væmnu hliðar svo látið ykkur ekki bregða ef ég ræðst á ykkur og fer að gráta á öxlina á ykkur næst þegar ég hitti ykkur
jæja farinn að lesa Hagræna Landfræði æðislegt


Segir Hilmar 22:06