Himmi

wHimmi
Hér bloggar Hilmar bjór a.k.a bróðir Ásu, Ingjaldsfíflið?, Himmler,Him, Hilli, Helmut, Eric, Marri Bier, Helmut,Himenem



Um Mig
Herdís
Stulli
Siggi frændi
Prins Kristian
Erla Djammdrottning
Rebba
Geiri
Hilma frænka
Steinunn
Jói Herm
Rósa Skipper
Herdís&co
Myndasíða Fjallsins
Séra Hildur
online





wArchives:


-- HOME --













This page is powered by Blogger. Why isn't yours?
wmiðvikudagur, október 29, 2003


Jeminn eini hvað Inngangur að eigindlegum rannsóknum er svæfandi áfangi. ég held að heimsmet í hópkúri sé slegið hvern einasta miðvikudags morgun í sal 2 í háskólabíó. ástæðan fyrir því að ég er hér, Þessi áfangi er skylda. Mest pirrar mig að þurfa laba hingað þegar maður sofnar hvort eð er í tímanum. ég rak svo löppina í sætið mitt áðan. örugglega það merkilegasta sem hefur gerst í þessum tímum. Jæja ætla fara hætta áður en ég sofna.
Framundan: Esjuferð á Fös klukkann 13 með RTH Cleaning Service og svo bjór og Grillveisla. svo bjórkvöld á kapital um kvöldið. jæja tíminn búinn ég er farinn að drekkja mér í kaffi.


Segir Hilmar 09:35


wmánudagur, október 27, 2003


jæja þá er komið að smá pistli.
Föstudagurinn
héldum spilakvöld á Föstudaginn með Fjallinu, hef sjaldan liðið eins einmanna áður. nei nei það var allt í lagi. fórum svo á Kapital þar sem allir urðu ofurölvi. ég Hitti svo Danna, Gunna og Matta og við áttum saman helvíti skemmtilegt flipp sem verður ekki rætt frekar hér.
Laugardagurinn
Ég og Herdís ætluðum ekki að nenna upp úr sófanum þetta kvöld en létum okkur hafa það og skelltum okkur í útskriftarveilsu til örnu þar sem Erla Villi og Anton voru líka. Fórum svo á Vegamót og fleiri staði held ég hafi bara sjaldan hitt eins marga sem ég þekki.

Svo er maður bara farinn að myndast um hverja helgi á vegamótum, Hvað ætli Stulli sé farinn að halda um mann. En þarna er ég dulbúinn sem fimmti bítillinn að hugsa um hvaða drykk ég ætti að fá mér. Rússinn við hlið mér er Daníel nokkur.


Segir Hilmar 14:58


wþriðjudagur, október 21, 2003


Þriðjudagur
Sælt veri fólkið. Nú þegar námsferð innanlands er lokið tekir alvara lífsins við eða þannig fullt af verkefnum sem öll krefjast 97% athygli. en hvað það er gaman að vera í skóla ekki neinar áhyggjur af peningum og eiga allt lífið framundan, vá hvað ég veit ekkert hvað á ég á að skrifa um í dag. meira svona skrifað vegna pressu. held að umferð um bloggið mitt sé að fara vaxandi með hverjum deginum sem líður og ekki nenni ég að uppfæra teljarann.
Jæja námsferðin var geðveikt skemmtileg fyrir utan smá pirring í stelpunum í endan. Var svo einn heima á lau svo ég skellti mér til Stulla svo komu Arna, Erla, Sibba og einhver og við fórum á Vegamót (Kemur ekki á óvart) maður virðist alltaf fara þangað fyrst kannski útaf því að maður kemst fram fyrir röðina oh hvað ég elska það engin helvítis röð. Veit ekki afhverju en ég fór líka fram fyrir röðina á Hverfisbarnum sem er nú einn leiðinlegasti bar í bænum held ég bara.
Kíkti á Kill Bill í gær með Herdísi, æðisleg mynd bjóst ekki við svo miklu en gekk allsæll út. Náði mér svo í soundtrackið úr henni í dag og sit nú og hlusta á það ásamt því að læra.... já já. Úff er að hrynja niður í þreytu eftir langan og skemmtilegan dag.
Setti myndir úr námsferðinni inn á heimasvæði mitt hjá HI http://www.hi.is/~hilmark endilega kíkkið þangað þeir sem hafa áhuga.



Í námsferðinni Fæddist ný ofurhetja sem berst fyrir föðurlandið á föðurlandinu einu saman. Íþróttaálfar sem dreifa rusli um hálendi íslands og allir sem stunda Akstur utan vega gætið ykkar. Fjallsmaðurinn er þarna úti.

Úff ég er Fáviti


Segir Hilmar 18:10


wmiðvikudagur, október 15, 2003


GæsirÚff hvað er erfitt að mæta í skólan í fyrirlestrarfríi. En félagsvísindabraut hefur sýnir enga miskun, ferðamálafræðinemar nýttu samt þetta tækifæri og ræddu ýmis málefni eins og ferðalag morgundagsins og hvað ætti að taka mikið af áfengi með. eftir tíma var ég að labba fyrir utan háskólabíó. Ekkert svo merkilegt við það en þegar ég var farin að huga að heimför flaug gæsahópur yfir mig og búmm ein gæsin flaug á ljósastaur. frekar fyndið en hún hrapaði ekki heldur hélt uppteknum hætti og flaug á braut. Ég og Viddi einkaritarinn minn hlógum eins og vitleysingar en fengum svo samviskubit því greyið gæsin hefur gert sig að algjöru fífli því á túninu sátu hundruð gæsa. Þær virtust reyndar ekki mikið kippa sig upp við þetta. Kannski þetta sé bara nokkuð algengt hjá þeim. Jæja námsferð á morgun, rútuferð dauðans og dagbókarvinna. Afhverju getur kennarinn ekki bara lesið bloggið. Jæja ætla reyna plögga eina Vísó og leggja mig fyrir amstur dagsins sjáumst hress, kem heim á lau. kannski maður skelli einn af mynd af sér með fyrir aðdáendurnar

Mynd tekin á fös á Ölveri eftir vísindaferð í Ámuna


Segir Hilmar 11:05


wlaugardagur, október 11, 2003


Áman
ég held ég hafi bara sjaldan drukkið eins stíft. Vísó í Ámuna í gær ekkert smá mikið vel veitt. settum nýtt staup met hjá Ámuni 27 stöp geri aðrir betur, til hamingju Stefán, mig langar ekki til að vita hvernig þér líður í dag. Annars ég bara ágætur er að fletta í gegnum myndirnar og rifja upp kvöldið. jújú þetta lítur allt ágætlega út. verst hvað ég var mikið að syngja karaoke held ég hafi teki 4 lög eða eitthvað svoleiðis. Já maður er fjölhæfur ekki bara model heldur líka söngvari


Segir Hilmar 12:42


wmiðvikudagur, október 08, 2003


Hilmar orðinn Model???

Ég vissi að Þórsmerkurferðinn ætti eftir að hafa eftirmála. Nú er ég kominn á samning hjá Mountain-Models. Restin af myndaseríunni mun birtast í ´Tímaritinu Fjallið fyrr eða síðar. Hver segir svo að útivist borgi sig ekki.



Segir Hilmar 14:19


wþriðjudagur, október 07, 2003


Hressandi að vera skemmtanastjóri
Jæja enn ein vísindaferðin á föstudaginn bara 4 eftir fyrir áramót. Að þessu sinni för heitið í Ámuna, don´t ask why. einhvernvegin vilja vínframleiðendur eða innflytjendur bara endilega fá okkur í heimsókn.


Segir Hilmar 17:11


wmánudagur, október 06, 2003


Helgin
jæja þá er maður búinn að fara í þórsmörk. Djöfullsins snilld var þessi ferð.
mættum í húsadal um klukkan 13 á lau og beint farið í göngu. Fyrst upp í Sönghellinn, svo var Valahnúkur tekinn í rassgatið og svo tölt niðurí Langadal og þaðn til baka í Snorraríki og auðvitað var drukkið öl alla leiðina. Svo var grillað um sjö leytið og djammað langt fram á nótt með hressum svíahóp sem var einnig á svæðinu. Man ekki hvenar við komum heim í gær en ég var alveg búinn á því allavega og fór að sofa snemma. Allt heppnaðist mjög vel enda búið að skipuleggja þetta í langan tíma. Er bara með smá samviskubit hvað ég gerði skálavörðinn fullan. Svo er það bara vísó næsta fös og svo námsferð í Ferðamennska og umhverfið eða F&U eins og við ferðamálafræðingarnir köllum það

Þessi mynd er frá göngunni reyndar sviðsett en frekar fyndinn


Segir Hilmar 15:09


wmiðvikudagur, október 01, 2003


´Þórsmörk here I come

Þórsmerkur ferð á lau-sun
bara eftir að:
klára viðtal í eigindlegum
gera flugverkefni
redda öllu nema söngbókum
dvelja með fjölskyldunni
laga til
und lots of lots og things

ég held að ég sé að fara yfir um.... Afhverju í ósköpunum var þrælahald afnumið
nei ég segi svona ætli maður væri þá ekki einhver þræll.


Segir Hilmar 17:51